Frelsi hinna fáu og ríku varið á kostnað fjöldans Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 13:06 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Vísir/GVA Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira