Frelsi hinna fáu og ríku varið á kostnað fjöldans Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 13:06 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Vísir/GVA Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira