Þú skalt verða auðsveipur og undirgefinn þiggjandi Þórarinn Eyfjörð skrifar 19. desember 2014 07:00 Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun