Mórallinn hrundi Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun