Opið bréf til heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun