Þjóðarsálarflækjur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. nóvember 2014 06:00 Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar: eru með flugvélarnar utan bæjarmarkanna og voga sér jafnvel að hafa kaffihús í miðborgunum þar sem fólk situr innan um hvert annað í stað þess að horfast á gegnum bílrúður og talast við með bílflautum.Þrúgur reiðinnar Skoða umræðuna heima á netinu með nettum meðvirknihrolli og sé að tekist hefur að magna upp nýja delludeilu milli „landsbyggðar“ og „lopalepjandi lattelistamanna“. Framsóknarflokkurinn hefur undravert lag á þessu. Auðvitað er fráleitt að tala um „sataníska orku“ kringum flokkinn eins og Snorri Ásmundsson gerði þá en því verður þó ekki neitað að flokkurinn hefur á seinni árum haft neikvæða orku kringum sig. Og notar hana markvisst: nærist á þrasgirni og móðgunarfýsn Íslendinga og þessari sérstæðu allsherjarreiði sem stundum grípur vænsta fólk á íslenskum samfélagsmiðlum og veldur því að maður spyr sig hvort þurfi ekki að kenna nethegðun í skólum. Nú er allt vitlaust út af Einari Kárasyni sem vel að merkja vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og er einhver stoltasti Vestfirðingur landsins en ofbauð sú ósvífna tillaga að Akureyringar og nærsveitarmenn eigi að fara með skipulagsvald í Reykjavík og tjáði sig um það umbúðalaust hvert álit hann hefði á því fólki sem elur á gagnkvæmu hatri Reykvíkinga og annarra landsmanna. Þegar þarf að þétta raðirnar fara Framsóknarmenn að tala um samgöngumál og mannvirki. Flugvöllinn náttúrlega; og svo moskuna til að beina hinni neikvæðu orku eitthvað annað en að Reykjavík. Aðalritstjóri Framsóknarflokksins (og fyrrum aðalritari Sjálfstæðisflokksins), Davíð Oddsson, segir sífellt: Þetta má ekki vera tabú; við verðum að geta rætt þetta mál – en kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta var ekkert mál, einu vandræðin kringum múslima á Íslandi hafa orðið til kringum málatilbúnað – eða öllu heldur málatilbúning – Framsóknarflokksins. Og nú eru „heimilin í landinu“ að fá skuldaleiðréttinguna sína, og ef marka má forsætisráðherrann hefur loforð aldrei verið efnt með jafn stórfenglegum hætti – heimsmet í efndum – þetta verður meira en lofað var að sögn hans, meðan aðrir tuldra um að mörg hundruð milljarðar frá hrægömmunum hafi skroppið saman í tuttugu milljarða sem „heimilin í landinu“ lána sjálfum sér með eigin sparnaði og framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóði.„Hér skal blóð mæta blóði“ Þá er tilvalið að tala um flugvöll. Um hvað snýst eiginlega flugvallarmálið annað en gagnkvæmar spælingar? Það er nú það. Það snýst meðal annars um vald og tilfinningu um vald. Stundum er talað eins og flugvöllurinn í Reykjavík sé ekkert í Reykjavík. Hann sé hálfpartinn eins og Vestur-Berlín var á tímum kommúnismans, nokkurs konar vin, griðastaður tiltekinna hugsjóna og lífsmáta. Aðrir tala um þennan flugvöll nánast eins og stæði fyrir fatlaða, og er þá einatt nefnd nálægðin við Landspítalann sem skipti sköpum þegar mannslíf séu í húfi og talað um eitthvað sem kallað er neyðarbraut og er víst ekki til. Auðvitað á ekki að tala um slík rök af léttúð, og vel má vera að þetta sé rétt og þarf þá varla að hafa fleiri orð um það; en mætti ekki með sömu rökum segja sem svo að réttast sé að flugvöllurinn nái alveg að Landspítalanum? Leggja Miklubrautina undir flugvöllinn líka? Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness er stórfenglegur kafli um Rakarafrumvarpið og rakinn fundur um það, en þetta var eitt af þessum óskiljanlegu málum sem Íslendingar geta orðið ósegjanlega æstir yfir og hafa undarlega nautn af að rífast um. Frumvarpið var lagt fram á þingi árið 1924 og fellt fjögur þing í röð en náði loks í gegn árið 1928. Það snerist um afgreiðslutíma rakarastofa og seinna skrifaði Halldór um þetta mál í frægri grein um hundahald: „Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smápólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kannski maður ætti að segja rórill. Á einum æsingafundi um málið í Barnaskólaportinu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræðunni: Hér skal blóð mæta blóði.“ Um hvað snýst eiginlega þetta flugvallarmál. Af hverju verða allir svona reiðir? Það snýst um sálarflækjur, þjóðarsálarflækjur. Það snýst um tilfinningar. Það snýst um eitthvað djúpt í þjóðarsálinni. Það snýst um sambandið við Reykjavík, tilfinninguna um að tilheyra Reykjavík. Það snýst um þau sem fóru burt og hin sem urðu eftir. Það snýst um ykkur og okkur – viljið þið líka vera við? Það snýst um sárindi sem aldrei eru rædd. Það snýst um óuppgerða höfnunarkennd. Flugvallarmálið á að vera verkefni sálfræðinga fremur en verkfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar: eru með flugvélarnar utan bæjarmarkanna og voga sér jafnvel að hafa kaffihús í miðborgunum þar sem fólk situr innan um hvert annað í stað þess að horfast á gegnum bílrúður og talast við með bílflautum.Þrúgur reiðinnar Skoða umræðuna heima á netinu með nettum meðvirknihrolli og sé að tekist hefur að magna upp nýja delludeilu milli „landsbyggðar“ og „lopalepjandi lattelistamanna“. Framsóknarflokkurinn hefur undravert lag á þessu. Auðvitað er fráleitt að tala um „sataníska orku“ kringum flokkinn eins og Snorri Ásmundsson gerði þá en því verður þó ekki neitað að flokkurinn hefur á seinni árum haft neikvæða orku kringum sig. Og notar hana markvisst: nærist á þrasgirni og móðgunarfýsn Íslendinga og þessari sérstæðu allsherjarreiði sem stundum grípur vænsta fólk á íslenskum samfélagsmiðlum og veldur því að maður spyr sig hvort þurfi ekki að kenna nethegðun í skólum. Nú er allt vitlaust út af Einari Kárasyni sem vel að merkja vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og er einhver stoltasti Vestfirðingur landsins en ofbauð sú ósvífna tillaga að Akureyringar og nærsveitarmenn eigi að fara með skipulagsvald í Reykjavík og tjáði sig um það umbúðalaust hvert álit hann hefði á því fólki sem elur á gagnkvæmu hatri Reykvíkinga og annarra landsmanna. Þegar þarf að þétta raðirnar fara Framsóknarmenn að tala um samgöngumál og mannvirki. Flugvöllinn náttúrlega; og svo moskuna til að beina hinni neikvæðu orku eitthvað annað en að Reykjavík. Aðalritstjóri Framsóknarflokksins (og fyrrum aðalritari Sjálfstæðisflokksins), Davíð Oddsson, segir sífellt: Þetta má ekki vera tabú; við verðum að geta rætt þetta mál – en kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta var ekkert mál, einu vandræðin kringum múslima á Íslandi hafa orðið til kringum málatilbúnað – eða öllu heldur málatilbúning – Framsóknarflokksins. Og nú eru „heimilin í landinu“ að fá skuldaleiðréttinguna sína, og ef marka má forsætisráðherrann hefur loforð aldrei verið efnt með jafn stórfenglegum hætti – heimsmet í efndum – þetta verður meira en lofað var að sögn hans, meðan aðrir tuldra um að mörg hundruð milljarðar frá hrægömmunum hafi skroppið saman í tuttugu milljarða sem „heimilin í landinu“ lána sjálfum sér með eigin sparnaði og framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóði.„Hér skal blóð mæta blóði“ Þá er tilvalið að tala um flugvöll. Um hvað snýst eiginlega flugvallarmálið annað en gagnkvæmar spælingar? Það er nú það. Það snýst meðal annars um vald og tilfinningu um vald. Stundum er talað eins og flugvöllurinn í Reykjavík sé ekkert í Reykjavík. Hann sé hálfpartinn eins og Vestur-Berlín var á tímum kommúnismans, nokkurs konar vin, griðastaður tiltekinna hugsjóna og lífsmáta. Aðrir tala um þennan flugvöll nánast eins og stæði fyrir fatlaða, og er þá einatt nefnd nálægðin við Landspítalann sem skipti sköpum þegar mannslíf séu í húfi og talað um eitthvað sem kallað er neyðarbraut og er víst ekki til. Auðvitað á ekki að tala um slík rök af léttúð, og vel má vera að þetta sé rétt og þarf þá varla að hafa fleiri orð um það; en mætti ekki með sömu rökum segja sem svo að réttast sé að flugvöllurinn nái alveg að Landspítalanum? Leggja Miklubrautina undir flugvöllinn líka? Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness er stórfenglegur kafli um Rakarafrumvarpið og rakinn fundur um það, en þetta var eitt af þessum óskiljanlegu málum sem Íslendingar geta orðið ósegjanlega æstir yfir og hafa undarlega nautn af að rífast um. Frumvarpið var lagt fram á þingi árið 1924 og fellt fjögur þing í röð en náði loks í gegn árið 1928. Það snerist um afgreiðslutíma rakarastofa og seinna skrifaði Halldór um þetta mál í frægri grein um hundahald: „Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smápólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kannski maður ætti að segja rórill. Á einum æsingafundi um málið í Barnaskólaportinu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræðunni: Hér skal blóð mæta blóði.“ Um hvað snýst eiginlega þetta flugvallarmál. Af hverju verða allir svona reiðir? Það snýst um sálarflækjur, þjóðarsálarflækjur. Það snýst um tilfinningar. Það snýst um eitthvað djúpt í þjóðarsálinni. Það snýst um sambandið við Reykjavík, tilfinninguna um að tilheyra Reykjavík. Það snýst um þau sem fóru burt og hin sem urðu eftir. Það snýst um ykkur og okkur – viljið þið líka vera við? Það snýst um sárindi sem aldrei eru rædd. Það snýst um óuppgerða höfnunarkennd. Flugvallarmálið á að vera verkefni sálfræðinga fremur en verkfræðinga.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun