Stígum varlega til jarðar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. október 2014 07:00 Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun