Vaknaðu það er kominn nýr dagur! Eva Magnúsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun