Þórsvöllur er sá öruggasti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2014 07:30 Þórsvöllur. vísir/auðunn Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13