Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2024 11:32 Matthías og Kristján stýra Val næsta sumar. Báðir hafa áður starfað hjá félaginu. Mynd/Valur Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson eru nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta. Þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins og taka við af Pétri Péturssyni. Pétur sagði upp störfum um helgina eftir sjö ár í starfi. Undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Fram kemur í yfirlýsingu Vals um nýja þjálfara að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem var aðstoðarþjálfari Péturs, verði ekki áfram í starfi. Þess í stað taka þeir Matthías og Kristján við stjórnartaumunum. Þeir gera þriggja ára samning á Hlíðarenda. Matthías var áður aðstoðarþjálfari Péturs með kvennaliðið en tók svo við liði Gróttu. Hann kemur þaðan heim á Hlíðarenda en Matthías er uppalinn Valsari. Kristján var síðast þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í tæp sex ár en hann hætti þjálfun liðsins á miðju síðasta tímabili. Hann starfar hjá Val í annað sinn en hann þjálfaði karlalið félagsins 2010 til 2012. Valur varð bikarmeistari síðasta sumar en hlaut silfur í deildinni eftir jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik um titilinn. Fráfarandi þjálfarateymi Vals fagnar bikarmeistaratitlinum í sumar.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingu Vals vegna ráðningarinnar má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Pétur sagði upp störfum um helgina eftir sjö ár í starfi. Undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Fram kemur í yfirlýsingu Vals um nýja þjálfara að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem var aðstoðarþjálfari Péturs, verði ekki áfram í starfi. Þess í stað taka þeir Matthías og Kristján við stjórnartaumunum. Þeir gera þriggja ára samning á Hlíðarenda. Matthías var áður aðstoðarþjálfari Péturs með kvennaliðið en tók svo við liði Gróttu. Hann kemur þaðan heim á Hlíðarenda en Matthías er uppalinn Valsari. Kristján var síðast þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í tæp sex ár en hann hætti þjálfun liðsins á miðju síðasta tímabili. Hann starfar hjá Val í annað sinn en hann þjálfaði karlalið félagsins 2010 til 2012. Valur varð bikarmeistari síðasta sumar en hlaut silfur í deildinni eftir jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik um titilinn. Fráfarandi þjálfarateymi Vals fagnar bikarmeistaratitlinum í sumar.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingu Vals vegna ráðningarinnar má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður.
Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira