Íslenski boltinn

Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH.

Fallið var hátt og Harjit lenti með andlitið á steypukanti. Þar lá hann rotaður og blóð út um allt. Héldu margir að Harjit væri hreinlega látinn.

Blessunarlega fór betur en á horfðist en Harjit er engu að síður illa farinn. Höfuðkúpan er brákuð sem og augnbotninn. Þrjár tennur brotnuðu og hann er með miklar bólgur á heilanum meðal annars.

Stuðningsmaðurinn gagnrýnir aðstöðuna á Þórsvelli og íhugar að leita réttar síns.

Sjá má viðtal við Harjit hér að ofan og að neðan má sjá nokkrar myndir af stuðningsmanninum laskaða.

vísir/einar
vísir/einar
vísir/einar
vísir/einar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×