Sérréttindarisinn er með yfirgang Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. september 2014 06:00 Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun