Fyrirtæki í vexti á Íslandi – eða annars staðar Páll Harðarson skrifar 17. september 2014 13:00 Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gróska er mikil í nýsköpun. Framsæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verkefnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efnahagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrirtæki sem eru mikils megnug, fyrirtæki sem veita í heildina mörgum atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskrefVonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðalögum á haustmánuðum. Stuðningur við frumvarpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendisStaðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskónum en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækjum áhuga. En fjármögnunarumhverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tækifærum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? VítahringurHættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tækifæri til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamarkað og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er vítahringur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun