Byggðaklúður ríkisstjórnarinnar Árni Páll Árnason skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar