Ríkið í skuld við launafólk Drífa Snædal skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar