Hvað sagði Juncker? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2014 00:00 Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun