Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka lagðist ég næstum í rúmið af áhyggjum. Bakþankar eru nefnilega settir á vefinn líka og þar lúrir þjóðflokkur virkra í athugasemdum og segir skoðun sína á mönnum og málefnum. Ég hef ekki fengið slæma útreið þar enn sem komið er (sjö, níu, þrettán) en bíð spennt, þetta er allt að koma. Til dæmis var kvartað yfir síðasta bakþanka um að ég væri ekki nógu beittur penni. Sá pistill fjallaði um bjór og förðun, sem í augum margra er kannski óþarfi en þetta eru tveir mikilvægustu hlutirnir í mínu lífi svo að ég skellti pælingunum umhugsunarlaust á blað. Ég tók þessar virku athugasemdir um skerpu skrifanna kannski ekki beint nærri mér en ég fór samt aðeins að hugsa um þetta. Stundum þegar skrifaðar eru greinar um bærilegan léttleika tilverunnar, og annað léttmeti, finnst mér ég sjá ummæli eins og „af hverju er verið að skrifa þetta, hver er tilgangurinn með þessu?“ Svona eins og þegar það er spurt hvort fréttir séu fréttir. Ég held að léttmeti á baksíðu sé alls ekki af hinu slæma. Af hverju má ekki líka skrifa um bara eitthvað? Ég er því miður ekki nógu fróð um stjórnmál eða efnahaginn til að skrifa um það þrjú hundruð orð, þá fyrst yrði ég kallaður penni með einhverju hræðilegu forskeyti. Ég er ráðin til þess að vera beitt á vettvangi mjúkra málefna og ætla að halda mig við það enn um skeið. Eða má kannski bjóða einhverjum að lesa skrif mín um ESB eða einhverja aðra skammstöfun sem ég veit jafnvel minna um? Nje. Frekar kýs ég að gera nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn GKR, fá mér morgunmat og gera mitt thang. Lífið er best þegar maður er svolítið léttur ef þið vitið hvað ég meina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þegar ég byrjaði að skrifa bakþanka lagðist ég næstum í rúmið af áhyggjum. Bakþankar eru nefnilega settir á vefinn líka og þar lúrir þjóðflokkur virkra í athugasemdum og segir skoðun sína á mönnum og málefnum. Ég hef ekki fengið slæma útreið þar enn sem komið er (sjö, níu, þrettán) en bíð spennt, þetta er allt að koma. Til dæmis var kvartað yfir síðasta bakþanka um að ég væri ekki nógu beittur penni. Sá pistill fjallaði um bjór og förðun, sem í augum margra er kannski óþarfi en þetta eru tveir mikilvægustu hlutirnir í mínu lífi svo að ég skellti pælingunum umhugsunarlaust á blað. Ég tók þessar virku athugasemdir um skerpu skrifanna kannski ekki beint nærri mér en ég fór samt aðeins að hugsa um þetta. Stundum þegar skrifaðar eru greinar um bærilegan léttleika tilverunnar, og annað léttmeti, finnst mér ég sjá ummæli eins og „af hverju er verið að skrifa þetta, hver er tilgangurinn með þessu?“ Svona eins og þegar það er spurt hvort fréttir séu fréttir. Ég held að léttmeti á baksíðu sé alls ekki af hinu slæma. Af hverju má ekki líka skrifa um bara eitthvað? Ég er því miður ekki nógu fróð um stjórnmál eða efnahaginn til að skrifa um það þrjú hundruð orð, þá fyrst yrði ég kallaður penni með einhverju hræðilegu forskeyti. Ég er ráðin til þess að vera beitt á vettvangi mjúkra málefna og ætla að halda mig við það enn um skeið. Eða má kannski bjóða einhverjum að lesa skrif mín um ESB eða einhverja aðra skammstöfun sem ég veit jafnvel minna um? Nje. Frekar kýs ég að gera nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn GKR, fá mér morgunmat og gera mitt thang. Lífið er best þegar maður er svolítið léttur ef þið vitið hvað ég meina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun