Chia-grautur og fagleg vinnubrögð Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2014 07:00 Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun