Um flutning Fiskistofu Árni Páll Árnason skrifar 3. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar