Nubo fer á kreik á ný Elín Hirst skrifar 20. júní 2014 07:00 Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun