Háð er heimskra gaman Elín Hirst skrifar 4. júní 2014 07:00 Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun