Óleystur skuldavandi áfram Árni Páll Árnason skrifar 20. maí 2014 07:00 Hrunið skapaði á Íslandi og víða annars staðar skuldavanda einstaklinga, fyrirtækja og ríkja. Skuldavandi lýsir sér í því að geta til að greiða afborganir brestur eða þá að skuldir verða hærri fjárupphæð en eignir. Hvorugt þessa var til staðar þegar lánin voru tekin en hrun gjaldmiðils, óðaverðbólga eða atvinnumissir breytir því. Skuldavandi getur orðið að fjölskylduharmleik séu engin úrræði til. Í rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2011 á úrræðum samfélaga við skuldavanda kom í ljós að þau voru hvergi eins umfangsmikil og á Íslandi. Nýjar tölur hafa leitt í ljós að margir hafa alfarið losnað úr skuldavanda, hjá öðrum hefur hann minnkað og með hreyfingu á fasteignamarkaði hafa hlutfallslega fáir þurft að selja eignir og minnka við sig. Enn er þó eftir óleystur skuldavandi meðal Íslendinga. Ef fólk þarf – svo nokkur dæmi séu tekin – að greiða svo hátt hlutfall tekna sinna í afborganir að það safnar skuldum áfram, er skuldavandi fyrir hendi. Ef lán hafa hækkað mun meira en sem nemur verðmæti eignar og ekki eru líkur á að sú staða lagist í bráð. Sama á við ef söluverð eignar dugar ekki fyrir áhvílandi skuld eða ef ógjörningur er að leysa veðlán foreldra sem studdu fyrstu kaup barna sinna á íbúð af eign. Í öllum þessum tilvikum er afkomu og húsnæðisöryggi fólks ógnað og þar með mannréttindum þess. Þá liggur beint við að spyrja: Leysa ný lög skuldavandann á Íslandi? Svarið er nei. Lögin koma upp kerfi þar sem ríkisskattstjóri úthlutar fé til allra með tiltekin lán eftir reiknireglu sem er ekki lögbundin heldur eitthvað sem fjármálaráðherra ákveður á einhvern óþekktan hátt sem ekki er opinber né birt almenningi hver verður.Helber tilviljun Einhverjir þeirra sem munu fá verða vissulega fólk í skuldavanda. En það er helber tilviljun. Tugir milljarða af skattfé fara þannig frá ríkissjóði til lántakenda óháð því hvort þeir séu milljóna- eða jafnvel milljarðamæringar eða fólk í skuldavanda sem orðið hefur fyrir tjóni. Útkoman er sú að fólk í skuldavanda fær ekki nóg til að losna. Algerlega er horft framhjá því að fjöldi fólks hefur hagnast á fasteignakaupum og ekkert tjón beðið. Engin tilraun er gerð til að miða peningaframlag ríkisins að því að leysa skuldavanda að fullu. Í þess stað er fé dreift óháð skuldabyrði eða eignastöðu, með öðrum orðum: Óháð skuldavanda. Fjármálaráðherra, höfundur laganna, sagði enda við Kastljós að með þeim útdeildi hann ekki réttlæti. Fólkið sem eins og fyrr sagði er svipt mannréttindum vegna skuldavanda er það áfram. Dýrasti reikningur ríkissjóðs – sem kostar meira en heilbrigðiskerfið í heild – læknar ekki og líknar ekki einu sinni heldur dreifir peningum markmiðslaust. Engu skiptir þó að allir megi vita og margir vari við að þessi peningadreifing kveiki verðbólgubál. Seðlabanki Íslands hefur reiknað út að verðtryggð lán fjölskyldna á Íslandi hækki af þessum sökum einum um 23 milljarða, eða sem nemur fjórðungi „leiðréttingarinnar“! Skuldavandinn mun áfram verða á dagskrá Alþingis næstu misseri. Hér er enginn „lokapunktur“ eins og fjármálaráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Eftir mun sár skuldavandinn standa áfram óleystur. Úrræði samfélagsins til lausnar hans kosta peninga en fjármagnið verður klárað með lögum Bjarna og Sigmundar. Það er sorglegt.Augljóslega gagnslaus Við í Samfylkingunni studdum tillögu ríkisstjórnarinnar síðasta haust um lagaheimild til Hagstofunnar til söfnunar upplýsinga um skuldavandann. Ríkisstjórnin vildi ekki bíða niðurstöðunnar – vildi ekki vita fyrst og framkvæma svo. Samfylkingin vildi skattleggja fjármálafyrirtækin til að afla fjár til að leysa þann skuldavanda sem enn var óleystur. Þannig hefði verið hægt að halda áfram afskriftum skulda á grundvelli almennra leikreglna. Þessar leikreglur eru alþekktar á Norðurlöndum eftir kreppuna þar í upphafi 10. áratugarins. Meginreglurnar um afskriftir óinnheimtanlegra krafna og félagsleg og efnahagsleg réttindi fólks til að hreinsa sig af skuldum og afla sér á ný lánstrausts og efnahagslegs sjálfstæðis liggja þar til grundvallar. Afskriftakostnaðinn eiga fjármálafyrirtæki að bera til að tryggja áhættustýringu þeirra og ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu. Þessar leikreglur eru varanlegar og almennar og skila til framtíðar ábyrgu fjármálakerfi sem er stöðugt og virðir rétt almennings. Lögin um leiðréttinguna svonefndu sem Alþingi setti fyrir nokkrum dögum eru að minni ágiskun þau fjórtándu sem Alþingi Íslendinga hefur sett frá árinu 2008 vegna skuldavanda. Þau sem á undan fóru byggðust á þessum almennu meginreglum, var beint að tilgreindum skuldavanda og hafa skilað miklum árangri við að leysa skuldavanda tuga þúsunda Íslendinga – svo miklum að úrlausn á þeirra grunni verður dregin frá peningaúthlutunum nú. Nýju lögin byggjast ekki á almennum meginreglum né leiðrétta forsendubrest því á hann er hvergi minnst í þeim. Lögin eru ákvörðun um peningadreifingu úr sameiginlegum sjóðum sem er einstaklega dýrkeypt og augljóslega gagnslaus til lausnar raunverulegs skuldavanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunið skapaði á Íslandi og víða annars staðar skuldavanda einstaklinga, fyrirtækja og ríkja. Skuldavandi lýsir sér í því að geta til að greiða afborganir brestur eða þá að skuldir verða hærri fjárupphæð en eignir. Hvorugt þessa var til staðar þegar lánin voru tekin en hrun gjaldmiðils, óðaverðbólga eða atvinnumissir breytir því. Skuldavandi getur orðið að fjölskylduharmleik séu engin úrræði til. Í rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2011 á úrræðum samfélaga við skuldavanda kom í ljós að þau voru hvergi eins umfangsmikil og á Íslandi. Nýjar tölur hafa leitt í ljós að margir hafa alfarið losnað úr skuldavanda, hjá öðrum hefur hann minnkað og með hreyfingu á fasteignamarkaði hafa hlutfallslega fáir þurft að selja eignir og minnka við sig. Enn er þó eftir óleystur skuldavandi meðal Íslendinga. Ef fólk þarf – svo nokkur dæmi séu tekin – að greiða svo hátt hlutfall tekna sinna í afborganir að það safnar skuldum áfram, er skuldavandi fyrir hendi. Ef lán hafa hækkað mun meira en sem nemur verðmæti eignar og ekki eru líkur á að sú staða lagist í bráð. Sama á við ef söluverð eignar dugar ekki fyrir áhvílandi skuld eða ef ógjörningur er að leysa veðlán foreldra sem studdu fyrstu kaup barna sinna á íbúð af eign. Í öllum þessum tilvikum er afkomu og húsnæðisöryggi fólks ógnað og þar með mannréttindum þess. Þá liggur beint við að spyrja: Leysa ný lög skuldavandann á Íslandi? Svarið er nei. Lögin koma upp kerfi þar sem ríkisskattstjóri úthlutar fé til allra með tiltekin lán eftir reiknireglu sem er ekki lögbundin heldur eitthvað sem fjármálaráðherra ákveður á einhvern óþekktan hátt sem ekki er opinber né birt almenningi hver verður.Helber tilviljun Einhverjir þeirra sem munu fá verða vissulega fólk í skuldavanda. En það er helber tilviljun. Tugir milljarða af skattfé fara þannig frá ríkissjóði til lántakenda óháð því hvort þeir séu milljóna- eða jafnvel milljarðamæringar eða fólk í skuldavanda sem orðið hefur fyrir tjóni. Útkoman er sú að fólk í skuldavanda fær ekki nóg til að losna. Algerlega er horft framhjá því að fjöldi fólks hefur hagnast á fasteignakaupum og ekkert tjón beðið. Engin tilraun er gerð til að miða peningaframlag ríkisins að því að leysa skuldavanda að fullu. Í þess stað er fé dreift óháð skuldabyrði eða eignastöðu, með öðrum orðum: Óháð skuldavanda. Fjármálaráðherra, höfundur laganna, sagði enda við Kastljós að með þeim útdeildi hann ekki réttlæti. Fólkið sem eins og fyrr sagði er svipt mannréttindum vegna skuldavanda er það áfram. Dýrasti reikningur ríkissjóðs – sem kostar meira en heilbrigðiskerfið í heild – læknar ekki og líknar ekki einu sinni heldur dreifir peningum markmiðslaust. Engu skiptir þó að allir megi vita og margir vari við að þessi peningadreifing kveiki verðbólgubál. Seðlabanki Íslands hefur reiknað út að verðtryggð lán fjölskyldna á Íslandi hækki af þessum sökum einum um 23 milljarða, eða sem nemur fjórðungi „leiðréttingarinnar“! Skuldavandinn mun áfram verða á dagskrá Alþingis næstu misseri. Hér er enginn „lokapunktur“ eins og fjármálaráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Eftir mun sár skuldavandinn standa áfram óleystur. Úrræði samfélagsins til lausnar hans kosta peninga en fjármagnið verður klárað með lögum Bjarna og Sigmundar. Það er sorglegt.Augljóslega gagnslaus Við í Samfylkingunni studdum tillögu ríkisstjórnarinnar síðasta haust um lagaheimild til Hagstofunnar til söfnunar upplýsinga um skuldavandann. Ríkisstjórnin vildi ekki bíða niðurstöðunnar – vildi ekki vita fyrst og framkvæma svo. Samfylkingin vildi skattleggja fjármálafyrirtækin til að afla fjár til að leysa þann skuldavanda sem enn var óleystur. Þannig hefði verið hægt að halda áfram afskriftum skulda á grundvelli almennra leikreglna. Þessar leikreglur eru alþekktar á Norðurlöndum eftir kreppuna þar í upphafi 10. áratugarins. Meginreglurnar um afskriftir óinnheimtanlegra krafna og félagsleg og efnahagsleg réttindi fólks til að hreinsa sig af skuldum og afla sér á ný lánstrausts og efnahagslegs sjálfstæðis liggja þar til grundvallar. Afskriftakostnaðinn eiga fjármálafyrirtæki að bera til að tryggja áhættustýringu þeirra og ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu. Þessar leikreglur eru varanlegar og almennar og skila til framtíðar ábyrgu fjármálakerfi sem er stöðugt og virðir rétt almennings. Lögin um leiðréttinguna svonefndu sem Alþingi setti fyrir nokkrum dögum eru að minni ágiskun þau fjórtándu sem Alþingi Íslendinga hefur sett frá árinu 2008 vegna skuldavanda. Þau sem á undan fóru byggðust á þessum almennu meginreglum, var beint að tilgreindum skuldavanda og hafa skilað miklum árangri við að leysa skuldavanda tuga þúsunda Íslendinga – svo miklum að úrlausn á þeirra grunni verður dregin frá peningaúthlutunum nú. Nýju lögin byggjast ekki á almennum meginreglum né leiðrétta forsendubrest því á hann er hvergi minnst í þeim. Lögin eru ákvörðun um peningadreifingu úr sameiginlegum sjóðum sem er einstaklega dýrkeypt og augljóslega gagnslaus til lausnar raunverulegs skuldavanda.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar