Leigufélag höfuðborgarsvæðisins Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. maí 2014 00:00 Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun