Leigufélag höfuðborgarsvæðisins Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. maí 2014 00:00 Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun