Tapaðar tekjur af veiðigjöldum Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar