Afnám skuldafangelsis Gísli Tryggvason og Einar Gautur Steingrímsson skrifa 23. apríl 2014 11:00 Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Gautur Steingrímsson Gjaldþrot Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun