Ekki kasta því góða fyrir róða Ingimar Einarsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun