Forsendubrestur óbættur Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2014 07:00 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar