Viðbrögð við hlýnun heimilis okkar allra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. apríl 2014 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur skyndilega hagsbætur, eða að minnsta kosti fljótlega. Helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt; gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og verða að vinna með mótsagnakenndar staðreyndir. Allt þetta blasir við á næstu fáeinum áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, einhverjum tækifærum og ansi mörgum ógnunum. Forsætisráðherra missti af dýrmætu tækifæri til þess að leggja plúsa og mínusa með heildstæðum hætti á borðið, nú þegar nýjasta loftslagsskýrslan var kunngerð. Ofuráhersla á tækifærin, einstöðu Íslands og allt of fá orð um raunveruleg og víðtæk vandamál einkenndu orð hans. Þau hafa vakið athygli, heima og heiman. Auðlinda- og atvinnuvegaráðherrann stóð sig mun betur (pistill í Fbl. 4. ap.) og gerir grein fyrir nokkrum tækifærum og fáeinum ógnunum. Þar nefnir hann t.d. súrnun sjávar. Hún, hlýnun hafsins og breytingar á fiskistofnum fela í sér gríðarmikil vandkvæði sem okkur rétt grunar hvert geta stefnt heimsbyggðinni. Báðir ráðherrarnir slepptu því að tengja hvort sem er tækifæri, eins og matvælaframleiðslu, eða vandkvæði, eins og súrnun sjávar, við þá augljósu staðreynd að verði ekki dregið kröftuglega úr hækkun koltvísýrings í lofti (nú af óþekktri stærð í hundruð þúsundir ára – rúmlega 400 milljónustuhlutar) eigum við afar alvarlegt ástand í vændum. Og hvernig er það gert? Með alþjóðlegum samningum og höftum á orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, minni vinnslu þessa eldsneytis, aukinni áherslu á nýja orkugjafa og minni áherslu á vinnslu málma og jarðefna sem menga við stóriðju.Aðlögun samfélaga Í þessu sambandi skiptir útflutningur raforku frá Íslandi litlu en kolefnisjöfnun með uppgræðslu og förgun koltvísýrings (eins og Sigurður Ingi nefnir), skorður við frekari álvinnslu hér heima og andstaða við gas- eða olíuvinnslu í norðrinu þeim mun meiru. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aðhald okkar og annarra, verður svo að vera. Nú er komið að því að hlýnun andrúmsloftsins kallar á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir, Almannavarnir og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan og -pólitískan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki: ÍSLAND 2030. Hlutverk hans væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, kortleggja áhrif hlýnunar á Íslandi og við landið á samræmdan hátt og fræða almenning, þingið og framkvæmdavald um stöðuna með ársskýrslu. Manngerði hluti skógar- og jarðvegseyðingar á Íslandi botnaði öldum saman í nánast óhjákvæmilegum leiðum til að lifa af í landinu og þekkingarskorti á afleiðingunum. Tækifærin voru mörg en vandkvæðin látin reka á reiðanum þar til of langt var gengið. Við gerum ekki viðlíka mistök á 21. öld.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar