Brennivín og hjálpartæki Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður?
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar