Þingmaður heimsækir kjúklingabú Elín Hirst skrifar 20. mars 2014 07:00 Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar