Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis Magnús Árni Magnússon skrifar 18. mars 2014 07:00 Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar