Biophilia – verkefni um skapandi kennslu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim forvitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennskuárs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verkefnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúrufyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norðurlöndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norðurlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennsluaðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeducational.org er verkefnið kynnt á myndrænan hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ungmennum gott veganesti út í lífið.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar