Spurt... og svarað? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar