Dauðinn dónalegi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun