Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir Dóra Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2014 06:00 Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun