Ráðdeild í rekstri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar