Vertu á verði Elín Hirst skrifar 13. janúar 2014 09:28 Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun