Íslenski boltinn

Martin fyrsti Englendingurinn sem fær Gullskóinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harpa og Gary Martin.
Harpa og Gary Martin. Vísir/Ernir
Gull-, silfur- og bronsskór Adidas voru afhentir markahæstu leikmönnum Pepsi-deilda karla og kvenna í dag. Gary Martin er aðeins þriðji erlendi leikmaðurinn sem fær gullskóinn karlamegin.

Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, varð markadrottning annað árið í röð en í sumar skoraði hún 27 mörk. Þrír leikmenn komu næstir með tólf mörk en Eyjakonan Shaneka Gordon fékk silfurskóinn og Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki, bronsskóinn.

Martin er fyrsti Englendingurinn sem fær gullskóinn í karlaflokki en Jonathan Glenn, leikmaður ÍBV, fékk silfurskóinn fyrir mörkin sín tólf. Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen, markahæsti Íslendingurinn, fékk bronsskóinn.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir.

Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/Ernir
Gary Martin.Vísir/Ernir
Harpa Þorsteinsdóttir.Vísir/Ernir
Ólafur Karl Finsen.Vísir/Ernir
Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×