Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn klettharði, er genginn aftur í raðir Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.
Hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í Fylkishöllinni í kvöld, en Ásgeir Börkur skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
Ásgeir spilaði með GAIS í sænsku B-deildinni í sumar og þá var hann á mála í nokkra mánuði hjá Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.
Ásgeir Börkur á að baki 97 deildar- og bikarleiki fyrir Fylki og tvö mörk. Hann spilaði einnig 25 leiki fyrir Selfoss í byrjun ferilsins í neðri deildum Íslandsmótsins.
Með komu miðjumannsins eru Fylkismenn búnir að endurheimta fjórmenningana sem léku lykilhlutverk hjá Árbæjarliðinu sumarið 2009 þegar það komst síðast í Evrópukeppni.
Fylkir fékk Albert Brynjar Ingason heim í sumar og hafði áður fengið Andrés Má Jóhannesson fyrir tímabilið. Þá gekk Ingimundur Níels Óskarsson aftur í raðir Fylkis frá FH eftir að tímabilinu lauk.
Auk Ingimundar og Ásgeirs Barkar hafa Fylkismenn bætt við sig Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem kom til liðsins frá Fram eftir tímabilið í Pepsi-deildinni.
Ásgeir Börkur kominn heim í Fylki
Tómas Þór Þórðarson skrifar
![Ásgeir Börkur handsalar samninginn í kvöld eftir undirskriftina.](https://www.visir.is/i/E1E2E8105CB4B5328FF28E3701E0C46DB64798B0766AFE6EEA42003CFCBE88AF_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/48ABD8958CB83FA04966DA1D66F4517BA833117A937B8C7CAC1FCDA95897C39B_240x160.jpg)
![](/i/B04F9979D19CB706CFA0C8239376CB650FDFA694E64EA13C5319CC9A107B863B_240x160.jpg)
![](/i/D6DC8C5B82963F2FCE96A851F4EF8EF1B16431FD5CE880D42A5E6CB4AB4B1B63_240x160.jpg)
![](/i/EED0A49D68368771B59A4E57C009C6FEC17ADB925487236C0167D06E271C26C4_240x160.jpg)
David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“
Enski boltinn
![](/i/3DDF725CF6F6CC9C07A9275EC89348BDE11CE3AB860DCA60E5BC2A688C6AA869_240x160.jpg)
Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton
Enski boltinn
![](/i/26D56EBDBA7F1B712B434A157499D5A7A7763E5C752E00843726A4C7CC4E0D9C_240x160.jpg)
Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli
Enski boltinn
![](/i/F8191A69CA9DAF36ACFEF0A463EC6952988AA9835A31744DA71AF58BCA841F74_240x160.jpg)
![](/i/F5E117C6BE1B86AF2000650F2E6926774BB696AA8A05D9A0C2321D4D3EEF535B_240x160.jpg)
![](/i/8074DB8CD88BF113FC9B2CBB22FB94717E5930BC484FE6EC61D819F8E2EBD0EA_240x160.jpg)
![](/i/AC30FCECC887CCEC65E684661357A7A1F4B7EDF047DB16EA40CEFADF3ACED6BA_240x160.jpg)
Guðlaugur Victor lagði upp mark
Enski boltinn