Deyr íslenskan stafrænum dauða? Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2014 16:30 Eiður Guðnason, Andri Már Hagalín, Hrafn Loftsson, Áslaug Arna og Svandís. Í fimmta þættinum af Brestum leitaði Lóa Pind Aldísardóttir svara við því hvort íslenskan sé í útrýmingarhættu. Komið hefur í ljós að íslenskan geti verið í háska eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Það er mat 200 evrópskra sérfræðinga, sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi, á eftir maltnesku. 21 Evrópumál eru í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Þingheimur, þvert á flokka, samþykkti í vor að skipa nefnd fólks sem á að skilgreina hvað þurfi að gera til að bjarga íslenskunni og hvað það kosti. „Við þurfum ákveðinn grunnpakka, talgreini sem skilur talmál og breytir í texta, forrit til að leiðrétta málfræðivillur og forrit til vélrænna þýðinga,“ segir Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík. „Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ sagði Hrafn í viðtali við Lóu í Brestum í gær. Hann bætti síðan við undir lok þáttarins að eftir um fimmtíu ár verði staðan orðin allt önnur. „Við munum hafa samskipti við tölvur með tali, það er alveg öruggt mál. Ef við getum ekki átt samskipti við tölvur á íslensku þá hljóta krakkar smá saman að skipta yfir í það tungumál sem gerir þeim kleift að eiga í samskiptum.“Hrafn LoftssonvísirRætt var við fjóra einstaklinga í þættinum og ræddu þeir stöðu íslenskunnar.Börn tala ensku í auknu mæli „Ég er nú svo heppin að hafa verið með krakka síðan 1984 og mitt yngsta barn er fætt árið 2000. Mér finnst það algjörlega skýrt að krakkar tala í auknu mæli ensku sín á milli,“ segir Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður. „Mér finnst þetta vera breyting sem ég held að megi rekja til þess að sífellt meiri hluti af þeirra daglega lífi fer fram á ensku.“ „Enskan þrengir sér inn mjög fljótt og það er svo sem ekkert nýtt,“ segir Eiður Svanberg Guðnason, bloggari um íslenskt mál. „Ég hef alltaf hugsað það svoleiðis að ef íslenskan er töluð í grunnstoðum samfélagsins eins og í skólunum, að bækurnar séu á íslensku og í dómskerfinu þá myndi hún halda sér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi.Eiður Svanberg Guðnasonvísir„Síðan fór ég að kynna mér tæknina aðeins betur og sá að það er svo mikið að fara taka við. Það skipti svo rosalega miklu máli að íslenskan sé í einhverjum hluta þar líka. Auðvitað þarf ríkið að standa vörð um íslenskuna að einhverju leyti.“Sterkt verkfæri „Sterkt móðurmál er sterkt verkfæri til þess að verða góður rithöfundur eða góður pólitíkus eða hvað það er sem við viljum vera,“ sagði Svandís í þættinum. „Ég hef verið enskumælandi síðan ég var þriggja ára og ég skrifa á ensku. Ég valdi það einfaldlega útaf því að bókmenntir eru mun aðgengilegri á ensku og orðaforðinn er einfaldlega orðinn meiri,“ segir Andri Már Hagalín, rithöfundur.Andri Már HagalínvísirSvandís sagði að rannsóknir hefði sýnt að ef tungumál hætta að nýtast allstaðar í samfélaginu fari það að gefa eftir.Höfum ekkert val „Við eigum ekkert val, þetta er eitthvað sem við verðum að gera og við getum ekki sagt fyrirfram að þetta sé tapað stríð, ef við segjum að þetta sé tapað stríð þá erum við búin að tapa því,“ sagði Eiður um baráttuna um íslenska tungu. „Staða íslenskunar er í raun eins og loftlagsvandinn, fólk hugsar um þetta sem vandamál einhverstaðar í framtíðinni en þegar vandinn verður aðkallandi, þá verður kannski orðið of seint að grípa inn í,“ sagði Svandís. „Ég held að það sé mikilvægt að við lítum ekki bara á þetta sem útgjöld, þetta er líka fjárfesting í betra samfélagi.“ Brestir Tengdar fréttir Drepur snjallsíminn íslenskuna? Youtube og iPhone skilja ekki íslenskan hreim. 15. nóvember 2014 14:16 Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í fimmta þættinum af Brestum leitaði Lóa Pind Aldísardóttir svara við því hvort íslenskan sé í útrýmingarhættu. Komið hefur í ljós að íslenskan geti verið í háska eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Það er mat 200 evrópskra sérfræðinga, sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi, á eftir maltnesku. 21 Evrópumál eru í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Þingheimur, þvert á flokka, samþykkti í vor að skipa nefnd fólks sem á að skilgreina hvað þurfi að gera til að bjarga íslenskunni og hvað það kosti. „Við þurfum ákveðinn grunnpakka, talgreini sem skilur talmál og breytir í texta, forrit til að leiðrétta málfræðivillur og forrit til vélrænna þýðinga,“ segir Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík. „Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ sagði Hrafn í viðtali við Lóu í Brestum í gær. Hann bætti síðan við undir lok þáttarins að eftir um fimmtíu ár verði staðan orðin allt önnur. „Við munum hafa samskipti við tölvur með tali, það er alveg öruggt mál. Ef við getum ekki átt samskipti við tölvur á íslensku þá hljóta krakkar smá saman að skipta yfir í það tungumál sem gerir þeim kleift að eiga í samskiptum.“Hrafn LoftssonvísirRætt var við fjóra einstaklinga í þættinum og ræddu þeir stöðu íslenskunnar.Börn tala ensku í auknu mæli „Ég er nú svo heppin að hafa verið með krakka síðan 1984 og mitt yngsta barn er fætt árið 2000. Mér finnst það algjörlega skýrt að krakkar tala í auknu mæli ensku sín á milli,“ segir Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður. „Mér finnst þetta vera breyting sem ég held að megi rekja til þess að sífellt meiri hluti af þeirra daglega lífi fer fram á ensku.“ „Enskan þrengir sér inn mjög fljótt og það er svo sem ekkert nýtt,“ segir Eiður Svanberg Guðnason, bloggari um íslenskt mál. „Ég hef alltaf hugsað það svoleiðis að ef íslenskan er töluð í grunnstoðum samfélagsins eins og í skólunum, að bækurnar séu á íslensku og í dómskerfinu þá myndi hún halda sér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi.Eiður Svanberg Guðnasonvísir„Síðan fór ég að kynna mér tæknina aðeins betur og sá að það er svo mikið að fara taka við. Það skipti svo rosalega miklu máli að íslenskan sé í einhverjum hluta þar líka. Auðvitað þarf ríkið að standa vörð um íslenskuna að einhverju leyti.“Sterkt verkfæri „Sterkt móðurmál er sterkt verkfæri til þess að verða góður rithöfundur eða góður pólitíkus eða hvað það er sem við viljum vera,“ sagði Svandís í þættinum. „Ég hef verið enskumælandi síðan ég var þriggja ára og ég skrifa á ensku. Ég valdi það einfaldlega útaf því að bókmenntir eru mun aðgengilegri á ensku og orðaforðinn er einfaldlega orðinn meiri,“ segir Andri Már Hagalín, rithöfundur.Andri Már HagalínvísirSvandís sagði að rannsóknir hefði sýnt að ef tungumál hætta að nýtast allstaðar í samfélaginu fari það að gefa eftir.Höfum ekkert val „Við eigum ekkert val, þetta er eitthvað sem við verðum að gera og við getum ekki sagt fyrirfram að þetta sé tapað stríð, ef við segjum að þetta sé tapað stríð þá erum við búin að tapa því,“ sagði Eiður um baráttuna um íslenska tungu. „Staða íslenskunar er í raun eins og loftlagsvandinn, fólk hugsar um þetta sem vandamál einhverstaðar í framtíðinni en þegar vandinn verður aðkallandi, þá verður kannski orðið of seint að grípa inn í,“ sagði Svandís. „Ég held að það sé mikilvægt að við lítum ekki bara á þetta sem útgjöld, þetta er líka fjárfesting í betra samfélagi.“
Brestir Tengdar fréttir Drepur snjallsíminn íslenskuna? Youtube og iPhone skilja ekki íslenskan hreim. 15. nóvember 2014 14:16 Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Drepur snjallsíminn íslenskuna? Youtube og iPhone skilja ekki íslenskan hreim. 15. nóvember 2014 14:16
Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54
Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34
Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27
Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10
Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30
Talandi tæki ógna stöðu íslenskunnar "Vandamálið er þá að ef fyrirtæki á Íslandi vill nýta sér talgreiningu þá getur fyrirtækið ekki gert það þar sem Google á það,“ segir Hrafn Loftsson, dósent í tölvunarfræði. 17. nóvember 2014 23:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent