Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, gæti verið á förum frá félaginu, en honum þykir ekki ólíklegt að hann fái samningstilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE.
Baldur, sem hefur verið einn af langbestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin ár, var á reynslu hjá liðinu í síðustu viku og stóð sig vel. Hann skoraði t.a.m. í varaliðsleik á meðan dvöl hans stóð.
„Ég á von á símtali að utan á næstu dögum og þá kemur þetta betur ljós. Þetta gekk mjög vel og viðbrögðin frá þeim voru býsna jákvæð. Ég á alveg eins von á því að fá samningstilboð frá þeim og svo tökum við stöðuna,“ segir Baldur við fótbolti.net sem greinir frá.
Baldur er nýbúinn með verkfræðinám og kominn í draumavinnuna að eigin sögn og þá á hann von á barni í byrjun nýs árs. „Það er margt sem þarf að huga að og þetta er stór ákvörðun,“ segir Baldur Sigurðsson.
Brotthvarf Baldurs yrði mikið áfall fyrir KR sem ætlar að láta Farid Zato fara og þá tapaði liðið fyrir FH í baráttunni um Finn Orra Margeirsson.
KR gæti misst fyrirliðann sinn í atvinnumennsku
![Baldur Sigurðsson vann bikarmeistaratitilinn með KR í sumar.](https://www.visir.is/i/708F0814E22399CFF1BC2534A3D95959BDC2174E5260146968E5F111F7AFC2F5_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/ACBC779F763DBD5F689F347D3F9EC17AE7C557822E2939C060D3C1C85A4045D1_308x200.jpg)
Finnur Orri búinn að semja við FH
FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið.
![](https://www.visir.is/i/CD58F68F59A629252FDAD599EE4F7F73BA5F66E5A07C29DEB1074DE21BD1FE77_308x200.jpg)
Finnur Orri ræddi líka við KR
"Hef heyrt það sem ég vil heyra frá liðunum sem hafa áhuga.“
![](https://www.visir.is/i/0413D20FC963EE584676CBD6FF726E20FB63B348A0AB5826ECAF1DA01A1AFBC1_308x200.jpg)
Farid Zato á förum frá KR
Farid Zato hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir KR en samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 vill KR losna við leikmanninn fyrir næsta tímabil.