Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 07:30 Úlfur Arnar Jökulsson var í tvígang nálægt því að koma Fjölni aftur upp í Bestu deildina. vísir/Diego Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“ Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“
Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira