Ingimundur Níels Óskarsson, kantmaðurinn öflugi sem spilað hefur með FH síðustu tvö ár, mun ganga í raðir Fylkis á ný, samkvæmt heimildum Vísis.
Ingimundur Níels var samningslaus eftir tímabilið hjá FH, en hann lék með Hafnafjarðarliðinu undanfarin tvö tímabil og skoraði þar sjö mörk í 39 deildarleikjum.
Fjögur félög voru á eftir Ingimundi, en hann hefur ákveðið að ganga aftur í raðir Fylkis þar sem hann lék við góðan orðstír frá 2008-2012.
Hann yfirgaf Fylki eftir tímabilið 2012 þegar hann skoraði tíu mörk í 21 leik og fékk bronsskóinn sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Árbæinga sem þekkja vel til Ingimundar. Hann spilaði í heildina 86 deildarleiki fyrir Fylki áður en hann gekk í raðir FH og skoraði 30 mörk.
Fylkismenn endurheimtu annan öflugan leikmann frá FH í sumar þegar Albert Brynjar Ingason sneri aftur í Árbæinn, en hann og Ingimundur Níels náðu vel saman.
Ingimundur Níels fer aftur í Fylki
![Ingimundur Níels Óskarsson skapaði sér nafn með Fylki í Pepsi-deildinni.](https://www.visir.is/i/48B72EC05A2E9457BFAFFC847B3EAAE0A176F8C790AC06B9F0EB9DB342958F34_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/AA875DC28F231E2CBB61688EB137A0FCDE6DED0B8C8C5E017B20E3837F33E4B6_308x200.jpg)
Ingimundur Níels: Valið stendur á milli Vals, Víkings og Fylkis
Yfirgefur FH og ákveður sig um framhaldið í næstu viku.
![](https://www.visir.is/i/F9245583A5970683812CC3E8FD501A1207FD901F921B7E494EC3B146FAB42641_308x200.jpg)
Ingimundur ræðir við Val í dag - Fjölnir hefur áhuga
Kantmaðurinn hefur úr mörgum kostum að velja, en hann er búinn að ákveða að yfirgefa FH.