Íslenski boltinn

Gunnar Már: Þetta eyðileggur mótið fyrir mér

Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli skrifar
Gunnar var ekki jafn ánægður með Garðar í leikslok og á þessari mynd.
Gunnar var ekki jafn ánægður með Garðar í leikslok og á þessari mynd. Vísir/Pjetur
„Við erum svekktir að hafa ekki tekið þrjú. Okkar spilamennska gekk upp og við fengum færi til að klára leikin," sagði Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni.

„Ég veit ekki hvað það var í færunum hvort það hafi verið einbeitingarleysi eða ekki nægileg reynsla í færunum. Mér fannst varnarleikurinn góður og spilamennskan í heild sinni."

Hvað fannst Gunnari um rauða spjaldið sem Garðar Örn Hinriksson gaf honum undir lokin?

„Þetta voru mjög litlar sakir. Ég get alveg fullyrt það að ef það væri hægt að áfrýja spjöldum þá væri þessu áfrýjað. Ef þetta er rautt spjald þá veit ég ekki. Hann sleppti Atla (Jóhannsson), leikmaður Stjörnunnar með gult spjald fyrr í leiknum fyrir gróft brot."

„Ég hefði sætt mig við gult spjald, en hann fullyrðir að ég fari með tvær fætur í loftköstum í leikmanninn. Ég fer ekki í leikmanninn, ekki með tvær fætur á undan mér og þegar ég mæti manninum er ég kominn með fótinn í jörðina."

„Mér fannst rauða spjaldið full fljótt úr vasanum hjá Garðari. Atli stóð upp og sagði að þetta hafi aldrei verið rautt og það fullyrði hann. Þetta er ansi dýrt í fallbaráttunni, en búið og gert. Það er ekkert hægt að gera hér á Íslandi."

„Ég sagði að þetta væri rangur dómur. Meira sagði ég ekki við hann. Ég var kurteis."

Gunnar vill að menn taki upp áfrýjunar-kerfi hér á Íslandi.

„Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér. Ef að dómurinn er klárlega rangur finndist mér að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum eftir á, en það er víst ekki hægt hérna á litla Íslandi," sagi hundfúll Gunnar Már í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×