Íslenski boltinn

Tvö norsk úrvalsdeildarlið á eftir Þorvaldi

Þorvaldur á hliðarlínunni með HK.
Þorvaldur á hliðarlínunni með HK. vísir/daníel
Það bendir fátt til þess að Þorvaldur Örlygsson verði þjálfari HK næsta sumar.

Akureyringurinn gerði flotta hluti með ungt lið HK í sumar þar sem liðið hafnaði í sjötta sæti í 1. deildinni. Framan af sumri var hann orðaður sterklega við Val en það verður ekkert af því að hann fari þangað.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar eru norsku úrvalsdeildarliðin Sarpsborg og Sandnes Ulf bæði með Þorvald í sigtinu. Þessi félög hafa verið hrifin af íslenskum leikmönnum og skoða nú þann möguleika að fá sér íslenskan þjálfara.

Ekki náðist í Þorvald við vinnslu fréttarinnar.

Sarpsborg situr í níunda sæti norsku deildarinnar en Sandnes Ulf er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×