Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - Þór 2-0 | 1. deildin bíður Þórs Anton Ingi Leifsson á Hásteinsvelli skrifar 24. ágúst 2014 00:01 ÍBV vann góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á lánlausum Þórsurum á heimavelli í Vestmannaeyjum í dag. Jonathan Glenn skoraði bæði mörk Eyjamanna. Þórsarar sitja enn á botninum og eru komnir í verulega vondamál, á meðan Eyjamenn lyftu sér aðeins upp úr falldraugnum með þessum þýðingarmikla sigri í þessum afar vonda knattspyrnuleik. Bæði lið gerðu breytingar á sínum liðum, en bæði lið voru með leikmann í leikbönnum; Þórarinn Ingi Valdimarsson hjá ÍBV og Sveinn Elías Jónsson hjá gestunum. Þetta eru leikmenn sem spila stóra rullu í sínum liðum og það var ljóst að þeirra yrði sárt saknað. Leikurinn var ekki fallegur í fyrri hálfleik. Bæði lið máttu alls ekki tapa og það sást kannski vottur af stressi í liðunum. Þau beittu mikið af löngum boltum inn fyrir varnir beggja liða, en ÍBV reyndi þó að komast upp vængina og gefa fyrir. Þeir reyndu að koma með margar fyrirgjafir þegar þeir voru komnir á sóknarhelming gestanna, en Jonathan Glenn er afar sterkur í teignum. Þeir ætluðu að stóla á það, en miðverðir Þórsara réðu ágætlega við það. Umdeilt atvik gerðist á 37. mínútu fyrri hálfleiks. Dean Martin slapp þá inn fyrir vörn gestana, sólaði Sandor Matus í markinu og var við það að leggja boltann í netið þegar Ingi Freyr Hilmarsson, bakvörður Þórsara, renndi sér fyrir og fékk boltann í hendina. Wales-verjinn og dómari leiksins í dag, Ryan Stewart, benti umsvifalaust á punktinn, en Ingi Freyr fékk einungis gult spjald við litla hrifningu heimamanna.Arnar Bragi Bergsson fór á punktinn, hetjan frá Færeyjar-ævintýri ÍBV í fyrra, en honum brást bogalistinn, vítabaninn Sandor varði frá honum. Því var staðan enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks, en fyrri hálfleikurinn bauð uppá afar lítið af færum og skemmtun. Í síðari hálfeiknum var svipað uppá teningnum; mikið um háar sendingar fram völlinn og fyrsta markið lét á sér standa. Stuðningsmenn ÍBV voru orðnir afar pirraðir og furðuðu sig í stúkunni hvers vegna liðið spilaði svona háloftabolta gegn botnliði deildarinnar. Já, hún er ekki töluð vitleysan í stúkunni í Eyjum. Það ráku ekki margir hökuna í gólfið þegar þeir sáu hver skoraði fyrsta mark leiksins, en það var að verki Jonathan Glenn með sitt níunda mark í sumar. Glenn skoraði eftir langt útspark Abel Dhaira, markmanns ÍBV, og Eyjamenn komnir yfir þegar níu mínútur voru til leiksloka. Glenn mætti við öðru marki sínu þremur mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 sigur ÍBV. Leikurinn í kvöld var fimmti tapleikur Þórsara í röð og eru þeir komnir í verulega vond mál. Spilamennska þeirra í kvöld er kannski lýsandi dæmi fyrir þá í suma; fá ágætis færi, ná ekki að nýta þau og er svo refsað fyrir barnaleg mistök í varnarleiknum. Þeir sitja á botninum, sex stigum frá öruggu sæti. Það er ljóst að Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, þarf að galdra eitthvað ótrúlegt fram í lokaumferðunum ætli Þórsarar að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eyjamenn komust með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar, tímabundið að minnsta kosti. Þetta var ekki fallegur leikur hjá Eyjamönnum, en eins og þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson benti réttilega á eftir leikinn að allir sigrar væru ekki fallegir. Þeir myndu taka þá sigra sem myndu koma. Með sigrinum ná Eyjamenn aðeins að anda í fallbaráttunni, en þeir eru nú komnir fimm stigum fyrir ofan Fram sem er í fallsæti.Jóhann Helgi: Féllum á prófinu „Við nýttum ekki færin okkar, það er mjög einfalt mál," sagði framherji Þórs, Jóhann Helgi Hannesson, við Vísi í leikslok. „Þetta er bara sama og hefur verið í sumar. Við nýtum ekki okkar færi og þú vinnur ekki fótboltaleik ef þú skorar ekki mark." „Það er alveg hægt að kenna leikmönnunum um sem klúðra þessu, en þetta er bara okkar saga í sumar. Við nýtum ekki okkar færi og við gefum mörk. „Mér fannst við fá betri færi, en þeir nýttu færin sér og það er það sem telur. Það þýðir ekkert að tuða yfir því að við höfum verið góðir eða eitthvað. Þetta var nánast okkar síðasti séns og við féllum á prófinu," sem var ekki parsáttur með Wales-verjann sem dæmdi leikinn. „Ég sá ekki hvort hann hafi farið í hendina á honum eða hvað. Þeir sögðu það eitthverjir. Í síðari vítaspyrnudóminum, ég meina hversu oft er farið í menn í hornum og aukaspyrnum? Afhverju er þá ekki dæmt 5-6 víti á hvort lið í leik? Ef þú ætlar að fara í eitthvað svona verðuru að fara með það alla leið. Dómarinn tapaði þó ekki þessum leik fyrir okkur." Jóhann Helgi segir að draumurinn um að spila í deild þeirra bestu aftur að ári sé ekki úti. „Það eru ennþá 15 stig eftir í toppinum og ef við vinnum alla leikina sem við eigum eftir endum við 24 stig. Þú fellur ekki með 24 stig og það er ennþá séns. Það er séns, en hann er voðalega erfiður. Við þurfum bara vinna restina, en hugsanlega dugar að vinna fjóra. Við þurfum bara vinna alla og sjá hvað setur," sagði bálreiður Jóhann Helgi Hannesson í leikslok.Sigurður Ragnar: Stefnum hærra upp töfluna „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Nú færumst við aðeins upp töfluna, frá þessum neðstu sætum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Ég var mjög ánægður með strákana í dag. Við sýndum gífurlega þolinmæði og vorum skipulagðir og agalega varnalega. VIð vissum að þetta yrði erfiður leikur þar sem Þórsarar eru að berjast fyrir lífi sínu, en mér fannst sigurinn verðskuldaður." „Þetta hafðist og það þarf ekki alltaf að vera fallegt. Það hafa oft verið meiri gæði í okkar leik en í dag, en við unnum þetta og sýndum karakter þarna í lokin," sem sagði Eyjamenn alls ekki vera hólpnir við fall. „Það eru fimm umferðir eftir og við þurfum að halda vel á spöðunum í næstu leikjum. Við stefnum líka hærra upp töfluna og við þurfum bara halda áfram að bæta okkar leik." „Það er í fyrsta skipti sem við getum aðeins litið upp fyrir okkur í sumar, en það er mjög stutt í liðin fyrir neðan. Við megum ekki misstíga okkur og þurfum að halda áfram. Við erum búnir að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjum og það er mjög jákvætt," sem er ekki viss hvort Evrópusæti sé nú orðið raunhæfur möguleiki. „Ég veit það nú ekki. Við getum ekki treyst á það sjálfir, en við þyrftum hagstæð úrslit úr öðrum leikjum og við að spila virkilega vel sjálfir. Það er ekkert útilokað," sagði Siggi Raggi og sagði að dómarinn hafi átt þokkalegan leik. „Mér fannst dómarinn með tvo til þrjá skrýtna dóma, en heilt yfir stóð hann sig ágætlega. Ég hefði viljað að hann gæfi Inga Frey rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann tók Dean (Martin) niður í fyrri hálfleik, en hann mat það öðruvísi. Ég held að hann hafi bara komist svona þokkalega frá leiknum," sagði Sigurður Ragnar í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Eyjamenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á lánlausum Þórsurum á heimavelli í Vestmannaeyjum í dag. Jonathan Glenn skoraði bæði mörk Eyjamanna. Þórsarar sitja enn á botninum og eru komnir í verulega vondamál, á meðan Eyjamenn lyftu sér aðeins upp úr falldraugnum með þessum þýðingarmikla sigri í þessum afar vonda knattspyrnuleik. Bæði lið gerðu breytingar á sínum liðum, en bæði lið voru með leikmann í leikbönnum; Þórarinn Ingi Valdimarsson hjá ÍBV og Sveinn Elías Jónsson hjá gestunum. Þetta eru leikmenn sem spila stóra rullu í sínum liðum og það var ljóst að þeirra yrði sárt saknað. Leikurinn var ekki fallegur í fyrri hálfleik. Bæði lið máttu alls ekki tapa og það sást kannski vottur af stressi í liðunum. Þau beittu mikið af löngum boltum inn fyrir varnir beggja liða, en ÍBV reyndi þó að komast upp vængina og gefa fyrir. Þeir reyndu að koma með margar fyrirgjafir þegar þeir voru komnir á sóknarhelming gestanna, en Jonathan Glenn er afar sterkur í teignum. Þeir ætluðu að stóla á það, en miðverðir Þórsara réðu ágætlega við það. Umdeilt atvik gerðist á 37. mínútu fyrri hálfleiks. Dean Martin slapp þá inn fyrir vörn gestana, sólaði Sandor Matus í markinu og var við það að leggja boltann í netið þegar Ingi Freyr Hilmarsson, bakvörður Þórsara, renndi sér fyrir og fékk boltann í hendina. Wales-verjinn og dómari leiksins í dag, Ryan Stewart, benti umsvifalaust á punktinn, en Ingi Freyr fékk einungis gult spjald við litla hrifningu heimamanna.Arnar Bragi Bergsson fór á punktinn, hetjan frá Færeyjar-ævintýri ÍBV í fyrra, en honum brást bogalistinn, vítabaninn Sandor varði frá honum. Því var staðan enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks, en fyrri hálfleikurinn bauð uppá afar lítið af færum og skemmtun. Í síðari hálfeiknum var svipað uppá teningnum; mikið um háar sendingar fram völlinn og fyrsta markið lét á sér standa. Stuðningsmenn ÍBV voru orðnir afar pirraðir og furðuðu sig í stúkunni hvers vegna liðið spilaði svona háloftabolta gegn botnliði deildarinnar. Já, hún er ekki töluð vitleysan í stúkunni í Eyjum. Það ráku ekki margir hökuna í gólfið þegar þeir sáu hver skoraði fyrsta mark leiksins, en það var að verki Jonathan Glenn með sitt níunda mark í sumar. Glenn skoraði eftir langt útspark Abel Dhaira, markmanns ÍBV, og Eyjamenn komnir yfir þegar níu mínútur voru til leiksloka. Glenn mætti við öðru marki sínu þremur mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 sigur ÍBV. Leikurinn í kvöld var fimmti tapleikur Þórsara í röð og eru þeir komnir í verulega vond mál. Spilamennska þeirra í kvöld er kannski lýsandi dæmi fyrir þá í suma; fá ágætis færi, ná ekki að nýta þau og er svo refsað fyrir barnaleg mistök í varnarleiknum. Þeir sitja á botninum, sex stigum frá öruggu sæti. Það er ljóst að Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, þarf að galdra eitthvað ótrúlegt fram í lokaumferðunum ætli Þórsarar að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eyjamenn komust með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar, tímabundið að minnsta kosti. Þetta var ekki fallegur leikur hjá Eyjamönnum, en eins og þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson benti réttilega á eftir leikinn að allir sigrar væru ekki fallegir. Þeir myndu taka þá sigra sem myndu koma. Með sigrinum ná Eyjamenn aðeins að anda í fallbaráttunni, en þeir eru nú komnir fimm stigum fyrir ofan Fram sem er í fallsæti.Jóhann Helgi: Féllum á prófinu „Við nýttum ekki færin okkar, það er mjög einfalt mál," sagði framherji Þórs, Jóhann Helgi Hannesson, við Vísi í leikslok. „Þetta er bara sama og hefur verið í sumar. Við nýtum ekki okkar færi og þú vinnur ekki fótboltaleik ef þú skorar ekki mark." „Það er alveg hægt að kenna leikmönnunum um sem klúðra þessu, en þetta er bara okkar saga í sumar. Við nýtum ekki okkar færi og við gefum mörk. „Mér fannst við fá betri færi, en þeir nýttu færin sér og það er það sem telur. Það þýðir ekkert að tuða yfir því að við höfum verið góðir eða eitthvað. Þetta var nánast okkar síðasti séns og við féllum á prófinu," sem var ekki parsáttur með Wales-verjann sem dæmdi leikinn. „Ég sá ekki hvort hann hafi farið í hendina á honum eða hvað. Þeir sögðu það eitthverjir. Í síðari vítaspyrnudóminum, ég meina hversu oft er farið í menn í hornum og aukaspyrnum? Afhverju er þá ekki dæmt 5-6 víti á hvort lið í leik? Ef þú ætlar að fara í eitthvað svona verðuru að fara með það alla leið. Dómarinn tapaði þó ekki þessum leik fyrir okkur." Jóhann Helgi segir að draumurinn um að spila í deild þeirra bestu aftur að ári sé ekki úti. „Það eru ennþá 15 stig eftir í toppinum og ef við vinnum alla leikina sem við eigum eftir endum við 24 stig. Þú fellur ekki með 24 stig og það er ennþá séns. Það er séns, en hann er voðalega erfiður. Við þurfum bara vinna restina, en hugsanlega dugar að vinna fjóra. Við þurfum bara vinna alla og sjá hvað setur," sagði bálreiður Jóhann Helgi Hannesson í leikslok.Sigurður Ragnar: Stefnum hærra upp töfluna „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Nú færumst við aðeins upp töfluna, frá þessum neðstu sætum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Ég var mjög ánægður með strákana í dag. Við sýndum gífurlega þolinmæði og vorum skipulagðir og agalega varnalega. VIð vissum að þetta yrði erfiður leikur þar sem Þórsarar eru að berjast fyrir lífi sínu, en mér fannst sigurinn verðskuldaður." „Þetta hafðist og það þarf ekki alltaf að vera fallegt. Það hafa oft verið meiri gæði í okkar leik en í dag, en við unnum þetta og sýndum karakter þarna í lokin," sem sagði Eyjamenn alls ekki vera hólpnir við fall. „Það eru fimm umferðir eftir og við þurfum að halda vel á spöðunum í næstu leikjum. Við stefnum líka hærra upp töfluna og við þurfum bara halda áfram að bæta okkar leik." „Það er í fyrsta skipti sem við getum aðeins litið upp fyrir okkur í sumar, en það er mjög stutt í liðin fyrir neðan. Við megum ekki misstíga okkur og þurfum að halda áfram. Við erum búnir að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjum og það er mjög jákvætt," sem er ekki viss hvort Evrópusæti sé nú orðið raunhæfur möguleiki. „Ég veit það nú ekki. Við getum ekki treyst á það sjálfir, en við þyrftum hagstæð úrslit úr öðrum leikjum og við að spila virkilega vel sjálfir. Það er ekkert útilokað," sagði Siggi Raggi og sagði að dómarinn hafi átt þokkalegan leik. „Mér fannst dómarinn með tvo til þrjá skrýtna dóma, en heilt yfir stóð hann sig ágætlega. Ég hefði viljað að hann gæfi Inga Frey rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann tók Dean (Martin) niður í fyrri hálfleik, en hann mat það öðruvísi. Ég held að hann hafi bara komist svona þokkalega frá leiknum," sagði Sigurður Ragnar í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira