Íslenski boltinn

Skoraði og rotaðist | Myndir

Árni Jóhannsson á Fylkisvelli skrifar
Liðsfélagar Ásgeirs huga að honum eftir höggið.
Liðsfélagar Ásgeirs huga að honum eftir höggið. Vísir/Valli
Ásgeir Eyþórsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik í leik Fylkis og Vals í Lautinn í dag. Finnur Ólafsson tók hornspyrnu og sendi boltann beint á kollinn á Ásgeiri sem stangaði hann af miklu afli í net Valsmanna. Í kjölfarið lenti Ásgeir í samstuði við varnarmann Valsara og rotaðist við það.

Samkvæmt fréttum af ástandi Ásgeirs þá lá hann rotaður í tæpar tvær mínútur en vegna varrúðarráðstafana, þar sem um höfuðáverka var að ræða, var kallaður til sjúkrabíll til að flytja hann á sjúkrahús til athugunar. Hann virtist vera í góðu lagi þar sem hann vissi nafn sitt en var ekki viss hvaða dagur væri í dag.

Við uppfærum fréttina um leið og frekari fréttir berast.

Vísir/Valli
Vísir/Valli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×