Íslenski boltinn

FH-ingar náðu tveggja stiga forskoti á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Páll Snorrason lagði upp þrjú mörk í kvöld.
Ólafur Páll Snorrason lagði upp þrjú mörk í kvöld. Vísir/Stefán
FH-ingar nýttu sér töpuð stig Stjörnumanna í gær og náðu tveggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar karla eftir 3-2 sigur á Víkingum í Víkinni í kvöld en þá lauk 17. umferð deildarinnar með þremur leikjum.

Ólafur Páll Snorrason lagði upp öll þrjú mörk FH-liðsins sem lenti undir á móti Víkingum en svaraði með þremur mörkum. Ingimundur Níels Óskarsson, varmaðurinn Atli Viðar Björnsson og sjálfsmark Igor Taskovic komu FH í 3-1 áður en Víkingar löguðu stöðuna undir lokin.

Bikarmeistarar KR-inga eru ekki búnir að syngja sitt síðasta í toppbaráttunni eftir 2-1 sigur á Fram. Stefán Logi Magnússon varði víti í fyrri hálfleik og þeir Baldur Sigurðsson og Kjartan Henry Finnbogason komu KR í 2-0 áður en Fram minnkaði muninn.

Fjölnir og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægum slag í neðri hlutanum en Keflvíkingar bíða enn eftir sigri og eru því ekkert sloppnir við fallbaráttuna.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun og viðtöl úr leikjum kvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×