Íslenski boltinn

Þessi bolti var inni er það ekki? - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
KA og Haukar gerðu markalaust jafntefli í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en það er ekki að sjá annað en að dómarar leiksins hafi misst af einu marki í þessum leik á Akureyrarvelli.

KA-menn voru allt annað en sáttir með að stórglæsilegt mark Hallgríms Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu var ekki dæmt gilt.

Hallgrímur Mar Steingrímsson tók aukaspyrnu af um 30 metra færi og þrumaði boltanum í slána og niður. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan þá fór boltinn greinilega inn fyrir marklínuna.

Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins og aðstoðardómarinn Smári Stefánsson misstu hinsvegar báðir af þessu og markið var ekki dæmt gilt.

„Hallgrímur Mar skorar en ekki dæmt mark. Þetta er ekki einu sinni vafaatriði," segir Aðalsteinn Halldórsson við myndbandið sem hann setti inn á Instagram síðu sína en það má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×