Átta marka veisla í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 12:00 Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Sjá meira